Magnaður Brown í stórsigri Boston

Jaylen Brown gerði 44 stig fyrir Boston í nótt.
Jaylen Brown gerði 44 stig fyrir Boston í nótt. AFP/MADDIE MEYER

Jaylen Brown gerði sér lítið fyrir og skoraði 44 stig fyrir Boston Celtics í stórsigri liðsins gegn Indiana Pacers, 142:105, í NBA-deildinni í nótt.

Jayson Tatum, samherji Brown, gerði 22 stig og reif niður 13 fráköst. Í liði Indiana var Tyrese Haliburton stigahæstur með 19 stig og níu stoðsendingar.

Cleveland áfram á toppnum í austrinu 

Cleveland Cavaliers gerði sér góða ferð til Denver og vann 149:135-sigur gegn Denver Nuggets í nótt.

Donovan Mitchell, leikmaður Cleveland, var stigahæstur allra með 33 stig, auk þess að gefa sex stoðsendingar og taka fimm fráköst. Nikola Jokic var með þrefalda tvennu fyrir Denver með 27 stig, 14 fráköst og 13 stoðsendingar.

Stórleikur Tyrkjans Alperen Sengun dugði ekki fyrir Houston Rockets sem tapaði naumt gegn Minnesota Timberwolves, 113:112, í nótt.

Sengun skoraði 38 stig og tók 12 fráköst. Julius Randle gerði 27 stig fyrir Minnesota auk þess að taka átta fráköst og gefa átta stoðsendingar.

Öll úrslit: 

Orlando Magic - New York Knicks 85:108 

Boston Celtcis - Indiana Pacers 142:105

Brooklyn Nets - San Antonio Spurs 87:96 

Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 112:113 

New Orleans Pelicans - Memphis Grizzlies 124 :132 

Denver Nuggets - Cleveland Cavaliers 135:149 

Phoenix Suns - Dallas Mavericks 89:98 

Los Angeles Clippers - Golden State Warriors 102:92

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka