Martin Hermannsson skoraði þrettán stig þegar Alba Berlín tapaði gegn Syntainics í þýsku 1. deildinni í körfubolta í kvöld.
Martin spilaði 29 mínútur í leiknum og var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins. Auk þess gaf hann eina stoðsendingu og tók eitt frákast.
Leikurinn í dag var fjórði tapleikur liðsins í röð en Berlín er í 15. sæti deildarinnar með fjóra sigra og sjö töp eftir tíu leiki.