Jalen Brunson fór á kostum með New York Knicks er liðið hafði betur gegn Washington Wizards, 136:132, í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Brunson skoraði 55 stig og auk þess gaf níu stoðsendingar. Justin Champagnie var stigahæstur í liði Washington með 31 stig og tíu fráköst.
Kyrie Irving skoraði 46 stig fyrir Dallas Mavericks sem mátti þola naumt tap gegn Portland Trail Blazers, 126:122, í nótt.
Í liði Portland var Shaedon Sharpe stigahæstur með 23 stig, fimm fráköst og fjórar stoðsendingar. Slóvenska stórstjarnan Luka Doncic var ekki með Dallas vegna meiðsla.
Nikola Jokic, Jókerinn, var að vanda góður í sigri Denver Nuggets gegn Detroit Pistons í nótt, 134:121.
Serbinn skoraði 37 stig, reif niður níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Samherji hans Jamal Murray var með 34 stig. Cade Cunningham og Jaden Ivey voru stigahæstir fyrir Detroit með 17 stig hvor.
Los Angeles vann góðan sigur gegn Sacramento Kings, 132:122, í Kaliforníuslag í nótt.
Anthony Davis var atkvæðamestur fyrir Los Angeles með 36 stig, 15 fráköst og átta stoðsendingar. De’Aaron Fox skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Sacramento.
Öll úrslit:
Atlanta Hawks - Miami Heat 120:110
Charlotte Hornets - Oklahoma City Thunder 94:106
Washington Wizards - New York Knicks 132:136
Golden State Warriors - Phoenix Suns 109:105
Denver Nuggets - Detroit Pistons 134:121
Utah Jazz - Philadelphia 76ers 111:114
Portland Trail Blazers - Dallas Mavericks 126:122
Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 132:122