ÍR hafði betur gegn Grindavík, 98:90, í framlengdum spennuleik á heimavelli sínum í Skógarseli í Breiðholti í kvöld.
ÍR er í 8.-9. sæti með tíu stig, eins og Álftanes. Grindavík er með 12 stig, eins og Keflavík, KR og Þór frá Þorlákshöfn, átta stigum á eftir toppliði Stjörnunnar.
Grindavík var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var með forystu í hálfleik, 48:39. ÍR vann þriðja leikhlutann 21:10 og bjó til mikla spennu fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.
ÍR var með fimm stiga forskot, 82:77, þegar 25 sekúndur voru til leiksloka. Daniel Mortensen minnkaði muninn í 82:80 með þriggja stiga skoti sjö sekúndum fyrir leikslok og Valur Orri Valsson jafnaði með tveimur stigum af vítalínunni einni sekúndu fyrir leikslok.
ÍR-ingar reyndust hins vegar sterkari í framlengingunni, skoruðu sextán stig gegn átta og sigldu sigri í höfn.
Matej Kavas skoraði 26 stig fyrir ÍR og tók átta fráköst. Jacob Falko gerði 19 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Daniel Mortensen og Devon Tomas skoruðu 21 stig hvor fyrir Grindavík.
Skógarsel, Bónus deild karla, 02. janúar 2025.
Gangur leiksins:: 5:9, 11:17, 16:22, 18:24, 22:31, 27:39, 37:42, 39:48, 45:50, 51:51, 53:57, 60:58, 64:63, 72:69, 76:72, 82:82, 87:88, 98:90.
ÍR: Matej Kavas 26/8 fráköst, Jacob Falko 19/9 fráköst/10 stoðsendingar, Oscar Jorgensen 11, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/9 fráköst, Dani Koljanin 10/6 fráköst, Zarko Jukic 10/6 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 7/5 stolnir, Collin Anthony Pryor 4/4 fráköst.
Fráköst: 37 í vörn, 8 í sókn.
Grindavík: Daniel Mortensen 21/6 fráköst, Devon Tomas 21/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 16/9 fráköst, Valur Orri Valsson 14/7 fráköst/11 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 10, Oddur Rúnar Kristjánsson 5, Jordan Aboudou 3/5 fráköst.
Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson.
Áhorfendur: 315
Daniel Mortensen og Devon Tomas skoruðu 21 stig hvor fyrir Grindavík.