Tryggvi með stórleik á Spáni

Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason Ljósmynd/FIBA

Bilbao sigraði Andorra, 82:74, á heimavelli sínum í Baskalandi í efstu deild spænska körfuboltans í kvöld.  

Tryggvi Snær Hlinason átti flottan leik fyrir Bilbao og skoraði ellefu stig, tók níu fráköst og gaf eina stoðsendingu á 22 mínútum. Enginn tók fleiri fráköst í leiknum.

Bilbao er í 12. sæti deildarinnar með sex sigra og átta töp eftir 14 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka