Formaðurinn kominn með leikheimild

Kristinn Jónasson formaður körfuknattleiksdeildar Hauka og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari …
Kristinn Jónasson formaður körfuknattleiksdeildar Hauka og Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari karlaliðsins, sem Kristinn getur nú leikið með. Ljósmynd/Haukar

Kristinn Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, er kominn með leikheimild hjá félaginu samkvæmt lista yfir leikmenn liðsins á heimasíðu KKÍ.

Kristinn, sem verður fertugur í næstu viku, lagði skóna á hilluna vorið 2019 en hefur fengið leikheimild með Haukum frá og með deginum í dag.

Því er hann gjaldgengur fyrir leik Hauka gegn Hetti á Egilsstöðum í úrvalsdeildinni í kvöld. Kristinn er 205 sentimetrar á hæð og lék á ferlinum sem framherji.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert