Bandaríska körfuboltaliðið Miami Heat hefur sett hinn 35 ára gamla Jimmy Butler í sjö leikja bann.
Butler fer í bann fyrir að hegða sér með skaðlegum hætti gagnvart liðinu á þessari leiktíð, sérstaklega síðustu vikur.
„Með hegðun sinni og ummælum hefur hann sýnt að hann vilji ekki vera hluti af liðinu. Butler og fulltrúar hans hafa gefið í skyn að hann vilji skipta um félag og við munum skoða tilboð,“ stóð í yfirlýsingu félagsins.