Hamar/Þór vann nýliða- og fallslag gegn Aþenu, 100:83, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í dag. Hamar/Þór er nú með átta stig, tveimur stigum fyrir ofan Aþenu sem er á botninum.
Aþena byrjaði betur og vann fyrsta leikhlutann 25:18. Hamar/Þór svaraði vel og vann annan leikhluta 32:18 og þriðja leikhlutann 27:14.
Aþenukonur löguðu stöðuna aðeins í fjórða leikhluta en forskoti Hamars/Þórs var ekki ógnað að ráði.
Abby Beeman fór á kostum hjá Hamri/Þór og skoraði 32 stig, tók tíu fráköst og gaf sextán stoðsendingar. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir gerði 24 stig.
Violet Morrow skoraði 25 stig fyrir Aþenu og Lynn Peters gerði 12 stig.
Hveragerði, Bónus deild kvenna, 04. janúar 2025.
Gangur leiksins:: 2:6, 7:9, 12:21, 18:25, 22:29, 29:33, 39:38, 50:43, 56:44, 66:49, 72:51, 77:57, 85:62, 89:69, 96:77, 100:83.
Hamar/Þór: Abby Claire Beeman 32/10 fráköst/16 stoðsendingar/8 stolnir, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 24/5 fráköst, Hana Ivanusa 16/8 fráköst, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 7, Fanney Ragnarsdóttir 6, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 6/4 fráköst, Gígja Rut Gautadóttir 4, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 3, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2.
Fráköst: 26 í vörn, 5 í sókn.
Aþena: Violet Morrow 25, Lynn Aniquel Peters 12/7 fráköst, Barbara Ola Zienieweska 8/8 fráköst/8 stolnir, Hanna Þráinsdóttir 8/4 fráköst, Teresa Sonia Da Silva 8, Ajulu Obur Thatha 7, Katrina Eliza Trankale 4/4 fráköst, Tanja Ósk Brynjarsdóttir 4, Elektra Mjöll Kubrzeniecka 3, Gréta Björg Melsted 2, Dzana Crnac 2/4 fráköst.
Fráköst: 18 í vörn, 16 í sókn.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Stefán Kristinsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.
Áhorfendur: 105