Haukar unnu sannfærandi heimasigur á Stjörnunni, 89:71, í 12. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í Ólafssal á Ásvöllum í fyrsta leik ársins í deildinni í dag.
Haukar eru í toppsætinu með 20 stig. Stjarnan er í sjötta sæti með átta stig.
Haukaliðið lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik því staðan eftir hann var 48:36. Stjarnan lagaði stöðuna með því að vinna þriðja leikhluta með sjö stigum, 24:17.
Haukakonur voru hins vegar mun sterkari í fjórða leikhluta, unnu hann 24:11 og leikinn í leiðinni.
Lore Devos skoraði 25 stig fyrir Hauka og Tinna Guðrún Alexandersdóttir gerði 24. Denia Davis-Stewart skoraði 21 stig og tók 11 fráköst fyrir Stjörnuna. Kolbrún María Ármannsdóttir gerði 15 stig.
Ásvellir, Bónus deild kvenna, 04. janúar 2025.
Gangur leiksins:: 8:5, 14:11, 20:15, 28:19, 30:23, 37:30, 46:32, 48:36, 51:40, 58:43, 61:53, 65:60, 72:62, 78:66, 87:69, 89:71.
Haukar: Lore Devos 25/8 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 24/4 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 15, Eva Margrét Kristjánsdóttir 12/9 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/9 fráköst/10 stoðsendingar, Diamond Alexis Battles 4.
Fráköst: 21 í vörn, 13 í sókn.
Stjarnan: Denia Davis- Stewart 21/11 fráköst/3 varin skot, Kolbrún María Ármannsdóttir 15, Diljá Ögn Lárusdóttir 13/4 fráköst, Ana Clara Paz 10/7 fráköst, Berglind Katla Hlynsdóttir 7, Katarzyna Anna Trzeciak 5/4 fráköst.
Fráköst: 17 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Birgir Örn Hjörvarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Arnar Þór Þrastarson.
Áhorfendur: 109