Landsliðskonan fór á kostum

Danielle Rodriguez skoraði 24 stig í dag.
Danielle Rodriguez skoraði 24 stig í dag. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Íslenska landsliðskon­an í körfuknatt­leik, Danielle Rodrigu­ez, var öflug í 90:77-sigri Fribourg gegn Geneve í sviss­nesku deild­inni í dag.

Danielle skoraði 24 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 34:22 mínútum í sigrinum.

Fribourg er á toppi deildarinnar með 24 stig eftir 12 umferðir með fjögurra stiga forskot á Nyon sem er í öðru sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert