Íslenska landsliðskonan í körfuknattleik, Danielle Rodriguez, var öflug í 90:77-sigri Fribourg gegn Geneve í svissnesku deildinni í dag.
Danielle skoraði 24 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 34:22 mínútum í sigrinum.
Fribourg er á toppi deildarinnar með 24 stig eftir 12 umferðir með fjögurra stiga forskot á Nyon sem er í öðru sæti.