Nýliðar Tindastóls unnu sinn fimmta leik í röð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta er liðið lagði Njarðvík, 76:69, á heimavelli sínum á Sauðárkróki í kvöld.
Tindastóll er í fimmta sæti með 14 stig eftir ellefu leiki. Njarðvík er í þriðja sæti með 16 stig.
Tindastóll byrjaði betur og fór með níu stiga forskot inn í annan leikhluta, 25:16. Njarðvík vann annan og þriðja leikhluta með sömu stigatölu, 19:15, og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann því 55:54, Tindastóli í vil.
Skagfirðingar reyndust sterkari í lokin, unnu síðasta leikhlutann 21:15, og leikinn í leiðinni með sjö stigum.
Randi Brown var stigahæst hjá Tindastóli með 29 stig og Oumoul Coulibaly gerði 16 stig og tók tíu fráköst.
Ena Viso, Brittany Dinkins og Sara Björk Logadóttir skoruðu 14 stig hver fyrir Njarðvík.
Sauðárkrókur, Bónus deild kvenna, 04. janúar 2025.
Gangur leiksins:: 2:7, 12:9, 16:15, 22:16, 27:21, 32:26, 37:29, 40:35, 44:40, 49:45, 49:48, 55:54, 62:54, 67:61, 71:65, 76:69.
Tindastóll: Randi Keonsha Brown 29/5 fráköst, Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 16/10 fráköst, Ilze Jakobsone 11/4 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 9/8 fráköst, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 5, Inga Sólveig Sigurðardóttir 3, Brynja Líf Júlíusdóttir 3/4 fráköst.
Fráköst: 28 í vörn, 6 í sókn.
Njarðvík: Sara Björk Logadóttir 14/4 fráköst, Brittany Dinkins 14/6 fráköst/7 stoðsendingar, Ena Viso 14, Emilie Sofie Hesseldal 10/18 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Krista Gló Magnúsdóttir 8, Hulda María Agnarsdóttir 4, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 3, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2.
Fráköst: 22 í vörn, 19 í sókn.
Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Sigurbaldur Frímannsson, Elías Karl Guðmundsson.
Áhorfendur: 300