Snýr aftur í Stjörnuna

Katarzyna Anna Trzeciak í leik með Grindavík á tímabilinu.
Katarzyna Anna Trzeciak í leik með Grindavík á tímabilinu. mbl.is/Eyþór Árnason

Katarzyna Anna Trzeciak er komin aftur í Stjörnuna í úrvalsdeild kvenna í körfubolta eftir stutt stopp í Grindavík.

Katarzyna spilaði með Stjörnunni á síðasta tímabili þegar liðið komst alla leið í undanúrslit í úrslitakeppninni og bikarkeppninni. 

Hún gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið og var með 12 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta að meðaltali í leik.

Stjarnan er í sjötta sæti deildarinnar með átt stig og Grindavík í áttunda sæti með sex stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert