Valur hafði betur gegn Stjörnunni, 83:79, í síðasta leik tólftu umferðar úrvalsdeildar karla í körfubolta á Hlíðarenda í dag.
Þetta var annað tap Stjörnunnar á tímabilinu en liðið er á toppnum með 20 stig. Valsmenn eru hins vegar í níunda sæti með tíu.
Mikið jafnræði var á milli liðanna í fyrri hálfleik en munurinn var eitt stig eftir fyrsta leikhluta, 19:18, fyrir Valsmenn.
Stjörnumenn voru sterkari í öðrum leikhluta og að honum loknum og var munurinn sjö stig, 49:42.
Hilmar Smári Henningsson var magnaður í Stjörnuliðinu í fyrri hálfleik og skoraði heil 23 stig.
Stjarnan hóf þriðja leikhluta betur en Valsmenn náðu þó að snúa leiknum sér í vil undir lok leikhlutans og voru þremur stigum yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta, 65:62.
Valsmenn héldu út í spennandi fjórða leikhluta og unnu að lokum fjögurra stiga sigur.
Hilmar Smári skoraði 28 stig en hjá Val skoraði Tawio Badmus 23.
Valur heimsækir Þór Þorlákshöfn í næstu umferð en Stjarnan fær KR-inga í heimsókn.
N1-höllin á Hlíðarenda, Bónus deild karla, 05. janúar 2025.
Gangur leiksins: 6:4, 14:10, 19:12, 19:18, 26:24, 30:28, 37:38, 42:49, 47:52, 52:59, 57:62, 65:62, 71:66, 75:66, 77:71, 83:79.
Valur: Taiwo Hassan Badmus 23, Kári Jónsson 16/7 fráköst, Hjálmar Stefánsson 12/6 fráköst, Frank Aron Booker 11/4 fráköst, Adam Ramstedt 10/7 fráköst, Sherif Ali Kenney 7/6 fráköst, Kristinn Pálsson 4/4 fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.
Stjarnan: Hilmar Smári Henningsson 28/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jase Febres 15, Orri Gunnarsson 10/4 fráköst, Shaquille Rombley 9/6 fráköst/3 varin skot, Ægir Þór Steinarsson 7, Bjarni Guðmann Jónson 4/6 fráköst, Kristján Fannar Ingólfsson 3/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 3/4 fráköst.
Fráköst: 30 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.
Áhorfendur: 378.