Nikola Jokic, eða Jókerinn, átti stórleik í sigri Denver Nuggets á San Antonio Spurs, 122:111, eftir framlengdan leik í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta í San Antonio í nótt.
Jokic skoraði 46 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Sömuleiðis átti undrabarnið Victor Wembanyama stórleik fyrir San Antonio en hann skoraði 20 stig, tók 23 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Þá skoraði Anthony Edwards 53 stig í tapi Minnesota Timberwolves fyrir Detroit Pistons, 119:105, í Detroit.
Edwards tók einnig sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar en hjá Detroit skoraði Cade Cunningham 40 stig.
Önnur úrslit:
Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 94:123
Indiana Pacers - Phoenix Suns 126:108
Milwaukee Bucks - Portland Trail Blazers 102:105
Chicago Bulls - New York Knicks 139:126
Miami Heat - Utah Jazz 100:136
Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 121:113
Los Angeles Clippers - Atlanta Hawks 131:105