Keflavík hafði betur gegn Val, 79:65, í 13. umferð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í Keflavík í kvöld.
Keflavík er í öðru sæti deildarinnar með 16 stig og Valur í sjöunda sæti með átta stig.
Heimakonur byrjuðu betur og voru 32:17 yfir eftir fyrsta leikhluta. Þær skoruðu aðeins níu stig í öðrum leikhluta og Valur minnkaði muninn í 41:31 í hálfleik.
Valur var með yfirburði í þriðja leikhluta og var einu stigi yfir, 49:48, eftir hann.
Anna Ingunn Svansdóttir, fyrirliði Keflavíkur, fór á kostum í fjórða leikhluta, skoraði 15 stig úr vítaköstum og þriggja stiga skotum og Keflavík vann leikinn 79:65.
Gangur leiksins: 7:6, 16:13, 25:15, 32:17, 33:17, 33:21, 37:26, 41:31, 44:39, 46:42, 48:44, 48:49, 56:51, 67:59, 73:61, 79:65.
Keflavík: Jasmine Dickey 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Sara Rún Hinriksdóttir 14/5 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 9, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/8 fráköst, Julia Bogumila Niemojewska 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 4, Hanna Gróa Halldórsdóttir 2.
Fráköst: 26 í vörn, 4 í sókn.
Valur: Alyssa Marie Cerino 15/7 fráköst, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 15/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir 12/6 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 8, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Sara Líf Boama 5/8 fráköst, Eydís Eva Þórisdóttir 3.
Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ingi Björn Jónsson, Federick Alfred U Capellan.
Áhorfendur: 98.