Landsliðsmaðurinn Tryggvi Hlinason átti góðan leik í tapi Bilbao fyrir Tenerife, 86:75, í efstu deild spænska körfuboltans á Tenerife í gærkvöldi.
Tryggvi skoraði 12 stig og tók sjö fráköst á 23 mínútum spiluðum hjá Bilbao.
Bilbao-liðið er í tíunda sæti með 12 stig eftir 15 leiki.