Allt í hnút eftir sigur Hamars

Jose Medina átti stórleik með Hamri í kvöld.
Jose Medina átti stórleik með Hamri í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hamar lagði Ármann að velli, 100:89, í toppslag 1. deildar karla í körfuknattleik í Hveragerði í kvöld og þar með harðnaði baráttan um efsta sæti deildarinnar enn frekar.

Útlit er fyrir að fimm lið geti verið í baráttunni um sigur í deildinni og að komast beint upp í úrvalsdeildina því eftir leikinn í kvöld eru aðeins fjögur stig á milli efsta og fimmta liðs.

Ármann, Hamar og Sindri eru öll með 18 stig en Sindri á leik til góða og stendur því best að vígi. ÍA er með 16 stig og Breiðablik 14.

Jose Medina átti stórleik með Hamri en hann skoraði 40 stig og átti 13 stoðsendingar. Adama Darboe skoraði 19 stig fyrir Ármenninga.

Gangur leiksins: 11:4, 22:9, 33:16, 35:23, 38:26, 48:30, 57:35, 62:45, 65:50, 71:55, 73:58, 79:65, 83:69, 87:74, 89:81, 100:89.

Hamar: Jose Medina Aldana 40/6 fráköst/13 stoðsendingar, Jaeden Edmund King 26, Fotios Lampropoulos 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 9/6 fráköst, Lúkas Aron Stefánsson 6/6 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 4/7 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Ármann: Adama Kasper Darboe 19/6 stoðsendingar, Cedrick Taylor Bowen 16/5 fráköst, Jaxson Schuler Baker 14/8 fráköst, Frosti Valgarðsson 11, Kristófer Breki Björgvinsson 11/4 fráköst, Arnaldur Grímsson 10/9 fráköst, Kári Kaldal 6, Magnús Dagur Svansson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Birgir Örn Hjörvarsson, Jón Svan Sverrisson.

Áhorfendur: 78.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert