Shai skaut Boston í kaf

Jayson Tatum og Shai Gilgeous-Alexander eigast við í nótt.
Jayson Tatum og Shai Gilgeous-Alexander eigast við í nótt. AFP/Joshua Gateley

Shai Gilgeous-Alexander átti magnaðan leik fyrir Oklahoma City Thunder þegar liðið lagði NBA-meistara Boston Celtics að velli, 105:92, í deildinni í nótt.

Gilgeous-Alexander skoraði 33 stig, tók 11 fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Jayson Tatum fór fyrir Boston er hann skoraði 26 stig og tók tíu fráköst.

Stórleikur Anthony Davis dugði þá ekki til fyrir LA Lakers þegar liðið mátti sætta sig við tap fyrir Houston Rockets, 119:115.

Davis skoraði 30 stig og tók 13 fráköst auk þess að verja fimm skot. Jalen Green var stigahæstur í leiknum með 33 stig og sex fráköst fyrir Houston.

Önnur úrslit:

Cleveland – Charlotte 115:105
Washington – New Orleans 98:110
Orlando – Utah 92:105
Golden State – Sacramento 99:129

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert