Haukar að stinga af

Diamond Battles úr Haukum með boltann í kvöld.
Diamond Battles úr Haukum með boltann í kvöld. mbl.is/Skúli

Njarðvík og Haukar áttust við í 13. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Hauka 82:75.

Eftir leikinn eru Haukar áfram á toppi deildarinnar með 22 stig, sex stigum fyrir ofan næstu lið, en Njarðvíkurkonur eru áfram með 16 stig.

Haukakonur sýndu af hverju þær eru á toppi deildarinnar í byrjun leiks og voru miklu betri aðilinn þrátt fyrir að stigamunurinn hafi ekki verið mikill til að byrja með. Tinna Guðrún Alexandersdóttir var með 100% nýtingu í þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik og skoraði 19 stig. Haukakonur leiddu með 8 stiga mun eftir fyrsta leikhluta.

Í öðrum leikhluta skoruðu Haukakonur 9 fyrstu stigin og náðu mest 17 stiga forskoti í stöðunni 42:28 fyrir Hauka. Njarðvíkurkonur komust þá loksins í gang og byrjuðu að saxa niður forskot Hauka. Stigaskorið hjá Njarðvík var mun dreifðara en Brittany Dinkins og Ena Viso voru með 10 stig hvor.

Njarðvíkurkonum tókst að minnka muninn niður í 4 stig fyrir hálfleik og staðan 51:47 fyrir Haukakonum sem þurftu þó ekki að hafa jafn mikið fyrir stigunum og Njarðvíkurkonur.

Seinni hálfleikur byrjaði mjög líkur þeim fyrri. Haukakonur léku á als oddi og virtist allt ganga upp hjá þeim á meðan ekkert gekk hjá Njarðvík. Haukakonur náðu mest 11 stiga forskoti í leikhlutanum í stöðunni 65:54. Njarðvíkurkonur reyndu hvað þær gátu að minnka muninn fyrir fjórða leikhluta og náðu að saxa forskotið niður í 9 stig. Staðan fyrir fjórða leikhlutann var 75:66 fyrir Hauka.

Það var lítið skorað í fjórða leikhluta og eftir þrjár og hálfa mínútu af leikhlutanum voru liðin búin að skora hvort sín tvö stigin. Njarðvík náði að minnka muninn niður í 5 stig í stöðunni 77:72 fyrir Hauka. Lengra komst heimaliðið ekki og vann betra liðið í kvöld 82:75.

Stigahæst í liði Njarðvíkur var Ena Viso með 22 stig og Emilie Sofie var með 20 fráköst.

Í liði Hauka var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 23 stig og Lore Devos með 9 fráköst.

Njarðvík - Haukar 75:82

IceMar-höllin, Bónus deild kvenna, 07. janúar 2025.

Gangur leiksins:: 2:4, 7:16, 15:21, 20:30, 25:39, 35:45, 42:47, 47:51, 52:59, 56:65, 63:70, 66:75, 68:75, 70:77, 72:79, 75:82.

Njarðvík: Ena Viso 22/7 fráköst, Brittany Dinkins 19/6 fráköst/11 stoðsendingar, Hulda María Agnarsdóttir 11/5 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 8/20 fráköst/6 stolnir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 6, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4, Krista Gló Magnúsdóttir 3, Sara Björk Logadóttir 2.

Fráköst: 36 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Tinna Guðrún Alexandersdóttir 23/4 fráköst, Lore Devos 18/9 fráköst/6 stoðsendingar, Diamond Alexis Battles 14/7 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/6 fráköst/9 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 3.

Fráköst: 28 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Rúnar Lárusson, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 230

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Njarðvík 75:82 Haukar opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert