Hamar/Þór hafði betur gegn Grindavík, 80:76, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í Smáranum í Kópavogi í kvöld.
Með sigrinum fór Hamar/Þór upp í tíu stig og upp að hlið Stjörnunnar í sjötta sæti. Grindavík er á botninum, ásamt Aþenu, með aðeins sex stig.
Grindavík var yfir stóran hluta leiksins og náði mest 16 stiga forskoti í stöðunni 61:45 þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta.
Hamar/Þór lagaði stöðuna fyrir fjórða leikhlutann og munaði tíu stigum fyrir hann, 63:53. Gestirnir komust svo yfir, 68:67, og höfðu að lokum betur eftir spennandi lokamínútur.
Abbi Beeman átti enn og aftur stórleik hjá Hamri/Þór, skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir gerði 15 stig.
Sofie Tryggedsson Preetzmann skoraði 18 stig og gaf tíu stoðsendingar fyrir Grindavík og Hulda Björk Ólafsdóttir kom sterk af bekknum og skoraði 17 stig.
Smárinn, Bónus deild kvenna, 07. janúar 2025.
Gangur leiksins:: 3:2, 8:9, 10:14, 15:16, 18:22, 27:26, 34:28, 40:30, 46:36, 51:39, 55:45, 63:53, 65:59, 67:68, 74:74, 76:80.
Grindavík: Sofie Tryggedsson Preetzmann 18/4 fráköst/10 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 17, Isabella Ósk Sigurðardóttir 15/12 fráköst/6 stoðsendingar, Þórey Tea Þorleifsdóttir 9, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 8/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 5, Sóllilja Bjarnadóttir 4/5 fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 4 í sókn.
Hamar/Þór: Abby Claire Beeman 37/11 fráköst/8 stoðsendingar, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 15/4 fráköst, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 9/7 fráköst, Hana Ivanusa 6/5 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 4/4 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 4, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 4, Gígja Rut Gautadóttir 1.
Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jakob Árni Ísleifsson, Hjörleifur Ragnarsson.
Áhorfendur: 79