Skoraði síðustu níu í tvíframlengdum spennutrylli

DeMar DeRozan á fullri ferð í leiknum í nótt.
DeMar DeRozan á fullri ferð í leiknum í nótt. AFP/Eakin Howard

DeMar DeRozan tryggði Sacramento Kings sigur á Miami Heat í tvíframlengdum spennutrylli í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

DeRozan skoraði þá síðustu níu stig liðsins og það gerði útslagið í viðureigninni en Sacramento vann þar með sinn fjórða leik í röð og styrkti stöðu sína í tvísýnni baráttu sem er fram undan um úrslitasætin í Vesturdeild NBA.

DeRozan skoraði alls 30 stig í leiknum og Domantas Sabonis var með þrefalda tvennu fyrir liðið, 21 stig, 18 fráköst og 11 stoðsendingar.

Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu fyrir Milwaukee sem vann Toronto örugglega á útivelli í Kanada, 1218:104. Hann átti 13  stoðsendingar, tók 12 fráköst og skoraði 11 stig.

Anthony Edwards skoraði 37 stig fyrir Minnesota Timberwolves sem vann LA Clippers í spennuleik, 108:106.

Úrslitin í nótt:

Detroit - Portland 118:115
Philadelphia - Phoenix 99:109
Brooklyn - Indiana 99:113
New York - Orlando 94:103
Toronto - Milwaukee 104:128
Chicago - San Antonio 114:110
Memphis - Dallas 119:104
Minnesota - LA Clippers 108:106
Sacramento - Miami 123:118 (tvíframlengt)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert