Þórsarar upp í annað sæti

Amandine Toi, sem átti stórleik, sækir að körfu Keflavíkur í …
Amandine Toi, sem átti stórleik, sækir að körfu Keflavíkur í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Þór frá Akureyri vann sinn sjöunda sigur í röð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta er liðið vann sannfærandi sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur á heimavelli sínum í kvöld, 109:87.

Þór er með 18 stig í öðru sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka. Keflavík kemur þar á eftir með 16 stig, eins og Tindastóll og Njarðvík.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Keflavík vann fyrstu tvo leikhlutana með einu stigi og var staðan í hálfleik 51:49, Keflvíkingum í vil.

Þórsarar mættu dýrvitlausir til leiks í seinni hálfleik, unnu þriðja leikhluta 33:17 og fjórða leikhluta 27:19, og leikinn sannfærandi í leiðinni.

Amandine Toi skoraði 37 stig fyrir Þór og Madison Sutton gerði 21 stig og tók tólf fráköst. Jasmine Dickey skoraði 39 stig fyrir Keflavík og Julia Niemojewska skoraði 13 stig.

Þór Ak. - Keflavík 109:87

Höllin Ak, Bónus deild kvenna, 08. janúar 2025.

Gangur leiksins:: 9:7, 11:14, 18:21, 27:28, 34:30, 43:41, 45:45, 49:51, 54:53, 59:57, 73:61, 82:68, 86:71, 93:75, 106:81, 109:87.

Þór Ak.: Amandine Justine Toi 37/6 stolnir, Madison Anne Sutton 21/12 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Wium Elíasdóttir 16/6 fráköst, Esther Marjolein Fokke 16/6 fráköst/7 stoðsendingar, Natalia Lalic 11, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 5/9 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 3.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Keflavík: Jasmine Dickey 39/9 fráköst, Julia Bogumila Niemojewska 13/6 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 11/7 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 9, Anna Ingunn Svansdóttir 7, Anna Lára Vignisdóttir 4/4 fráköst, Agnes María Svansdóttir 4.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 160

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert