Öruggur sigur Keflvíkinga

Ty-Shon Alexander var mjög öflugur með Keflvíkingum í kvöld.
Ty-Shon Alexander var mjög öflugur með Keflvíkingum í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sig

Keflvíkingar unnu öruggan sigur á Hetti, 112:98, þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Keflavík í kvöld.

Keflvíkingar styrktu þar með stöðu sína í jafnri baráttunni frá þriðja sæti og niður úr og eru með 14 stig í fjórða til fimmta sæti. Höttur situr áfram í ellefta og næstneðsta sæti með 8 stig.

Hattarmenn voru með undirtökin framan af fyrri hálfleik og staðan eftir fyrsta leikhluta var 29:23, þeim í hag. Keflvíkingar sneru því við í öðrum leikhluta og voru með sjö stiga forystu í hálfleik, 60:53.

Í þriðja hluta juku Keflvíkingar forskotið og voru komnir í 93:76 að honum loknum. Höttur náði aldrei að ógna sigri þeirra og Keflavík sigldi öruggum sigri heim.

Ty-Shon Alexander var í banastuði í kvöld en hann skoraði 35 stig fyrir Keflavík og átti 8 stoðsendingar. Jarell Reichel skoraði 18 stig og Igor Maric 17.

Gedeon Dimoke skoraði 24 stig fyrir Hött og tók 11 fráköst og Adam Eiður Ásgeirsson skoraði 15.

Gangur leiksins:: 5:8, 13:13, 18:22, 23:29, 30:31, 38:38, 51:45, 60:53, 71:57, 75:63, 87:70, 93:76, 99:81, 106:85, 107:93, 112:98.

Keflavík: Ty-Shon Alexander 35/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jarell Reischel 18/4 fráköst, Igor Maric 17/5 fráköst, Remu Emil Raitanen 14/8 fráköst, Jaka Brodnik 9/7 fráköst, Sigurður Pétursson 9/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 8/4 fráköst, Frosti Sigurðsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 8 í sókn.

Höttur: Gedeon Dimoke 24/11 fráköst, Obadiah Nelson Trotter 16/4 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 15/4 fráköst, Nemanja Knezevic 12/7 fráköst, David Guardia Ramos 9, Justin Roberts 8/5 fráköst, Gustav Suhr-Jessen 8, Adam Heede-Andersen 4/5 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Gunnlaugur Briem, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 250

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert