Stólarnir náðu Stjörnunni á toppnum

Sigtryggur Arnar Björnsson var drjúgur fyrir Tindastól í kvöld.
Sigtryggur Arnar Björnsson var drjúgur fyrir Tindastól í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Tindastóll komst að hlið Stjörnunnar á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld með því að sigra ÍR í þrettándu umferð deildarinnar á Sauðárkróki, 98:88.

Tindastóll er með 20 stig eins og Stjarnan sem á heimaleik gegn KR annað kvöld. ÍR er áfram í þriðja neðsta sætinu með 10 stig.

ÍR-ingar voru yfir eftir jafnan fyrsta leikhluta, 22:20, en Tindastóll náði undirtökunum í öðrum hluta og var yfir í hálfleik, 47:38.

Tindastóll náði nítján stiga forskoti um miðjan síðari hálfleik, 66:47, og staðan var 77:59 eftir þriðja leikhluta.

ÍR náði að minnka muninn niður í ellefu stig fljótlega í fjórða leikhluta, 78:67, og staðan var 83:72 þegar fimm mínútur voru eftir. Minnsti munurinn var tíu stig, 91:81, þegar hálf önnur mínúta var eftir og sigur Tindastóls var aldrei í hættu. Þriggja stiga flautukarfa frá Jacob Falko kom muninum niður í tíu stig í lokin.

Sigtryggur Arnar Björnsson og Dedrick Basile skoruðu 20 stig hvor fyrir Tindastól og Sadio Doucoure 17.

Jacob Falko skoraði 30 stig fyrir ÍR og Hákon Örn Hjálmarsson 15.

Gangur leiksins:: 11:4, 15:11, 19:13, 20:22, 25:27, 38:32, 42:36, 47:38, 55:41, 64:47, 72:55, 77:59, 78:65, 83:73, 88:78, 98:88.

Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 20/5 fráköst, Dedrick Deon Basile 20/9 stoðsendingar, Sadio Doucoure 19, Adomas Drungilas 11/11 fráköst, Davis Geks 10, Giannis Agravanis 9/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/7 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 4.

Fráköst: 24 í vörn, 7 í sókn.

ÍR: Jacob Falko 30/5 stoðsendingar, Hákon Örn Hjálmarsson 15, Matej Kavas 14, Oscar Jorgensen 12, Zarko Jukic 9/13 fráköst, Dani Koljanin 5/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3/11 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Sigurbaldur Frímannsson, Bergur Daði Ágústsson.

Áhorfendur: 300

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert