Mikil spenna er í toppbaráttu 1. deildar karla í körfubolta eftir heimasigur ÍA á Sindra, 87:80, á Akranesi í gærkvöldi.
ÍA er í fjórða sæti deildarinnar með 18 stig, líkt og Sindri og Hamar í þriðja og öðru sæti. Ármann er síðan efstur með 20 stig.
Ármenningar unnu Skallagrím, 98:88, á útivelli og náðu aftur kröftum sínum eftir tap fyrir Hamri fyrr í vikunni.
Baráttan um efsta sætið er afar tvísýn og mikið í húfi því efsta liðið fer beint upp í úrvalsdeildina en næstu átta lið fara í umspil um eitt sæti.
Þór Akureyri vann þá Selfoss, 87:71, á Akureyri en liðið er í sjöunda sæti með tíu stig. Selfyssingar eru hins vegar í neðsta sæti deildarinnar með fjögur.
Borgarnes, 1. deild karla, 10. janúar 2025.
Gangur leiksins:: 5:8, 13:13, 24:22, 31:28, 40:35, 45:39, 49:48, 54:52, 56:63, 60:67, 61:72, 66:78, 71:86, 75:96, 86:96, 88:98.
Skallagrímur: Steven Luke Moyer 41/7 fráköst/10 stoðsendingar, Jure Boban 20, Magnús Engill Valgeirsson 10/6 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 6/7 fráköst, Orri Jónsson 5/4 fráköst, Eiríkur Frímann Jónsson 4, Benjamín Karl Styrmisson 2.
Fráköst: 25 í vörn, 3 í sókn.
Ármann: Jaxson Schuler Baker 25/11 fráköst/3 varin skot, Arnaldur Grímsson 18/8 fráköst, Kristófer Breki Björgvinsson 16/5 fráköst, Adama Kasper Darboe 14/6 fráköst, Frosti Valgarðsson 13/4 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 9/8 fráköst/8 stoðsendingar, Magnús Dagur Svansson 3.
Fráköst: 32 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Bjarni Rúnar Lárusson, Sófus Máni Bender.
Áhorfendur: 142
Höllin Ak, 1. deild karla, 10. janúar 2025.
Gangur leiksins:: 6:3, 11:10, 17:18, 26:23, 31:29, 36:33, 43:36, 43:40, 50:44, 53:48, 58:53, 67:53, 69:56, 71:56, 74:64, 87:71.
Þór Ak.: Tim Bryan Dalger 30/12 fráköst, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 18/11 fráköst/8 stoðsendingar, Andrius Globys 13/16 fráköst, Smári Jónsson 11/4 fráköst, Andri Már Jóhannesson 11, Orri Már Svavarsson 4.
Fráköst: 30 í vörn, 18 í sókn.
Selfoss: Vojtéch Novák 24/10 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 12/5 fráköst, Ari Hrannar Bjarmason 9/5 fráköst, Birkir Máni Sigurðarson 9, Arnór Bjarki Eyþórsson 7, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 5/8 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 4, Gísli Steinn Hjaltason 1.
Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Guðmundur Ragnar Björnsson, Ronald Surban Fatalla.
Áhorfendur: 120
Akranes - Vesturgata, 1. deild karla, 10. janúar 2025.
Gangur leiksins:: 8:2, 15:9, 22:12, 29:16, 38:21, 40:28, 42:32, 50:38, 52:44, 58:48, 62:55, 67:61, 71:63, 77:68, 79:72, 87:80.
ÍA: Kristófer Már Gíslason 20/11 fráköst/5 stoðsendingar, Kinyon Hodges 17/7 fráköst, Victor Bafutto 15/10 fráköst, Srdan Stojanovic 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lucien Thomas Christofis 9, Júlíus Duranona 7, Aron Elvar Dagsson 5, Styrmir Jónasson 5.
Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.
Sindri: Donovan Fields 18/4 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Gísli Þórarinn Hallsson 17/5 fráköst, Benjamin Lopez 13/5 fráköst, Francois Matip 12/5 fráköst, Erlendur Björgvinsson 8, Pau Truno Soms 7, Milorad Sedlarevic 5/5 fráköst.
Fráköst: 21 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Daníel Steingrímsson.
Áhorfendur: 182