Leó valdi Arizona

Friðrik Leó Curtis (t.h.) í leik með ÍR á síðasta …
Friðrik Leó Curtis (t.h.) í leik með ÍR á síðasta tímabili. mbl.is/Arnþór Birkisson

Körfuboltamaðurinn Leó Curtis hefur samið við körfuboltalið háskólans Arizona State í Bandaríkjunum. 

Leó fékk boð frá háskólanum í Indiana og West Virginia en valdi að lokum Arizona State. 

 

Leó, sem er 19 ára miðherji, var lykilmaður hjá ÍR á síðasta tímabili sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni. Hann var með 15 stig og níu fráköst að meðaltali í leik.

Körfuboltamennirnir James Harden og Luguentz Dort spiluðu með háskólanum áður en þeir komu í NBA-deildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert