Landsliðskonan stórkostleg í sigri

Danielle Rodriguez skoraði 23 stig í dag.
Danielle Rodriguez skoraði 23 stig í dag. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Landsliðskonan Danielle Rodriguez fór á kostum með Fribourg í 86:73-sigri liðsins gegn Baden í efstu deild svissneska körfuboltans í dag.

Danielle var stigahæst í leiknum með 23 stig en auk þess gaf hún sex stoðsendingar og tók sex fráköst.

Fribourg er á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið alla 12 leiki sína á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert