Kært til KKÍ vegna rasískra ummæla (myndskeið)

Dómarar í leik milli KFG og Breiðabliks í 1. deild karla í körfuknattleik sem fram fór í Garðabæ á laugardaginn hafa samkvæmt heimildum mbl.is lagt inn kæru vegna rasískra ummæla áhorfanda í garð annars þeirra.

Í myndskeiðinu má sjá atvikið sem leiddi til ummælanna en Kristján Örn Ómarsson, leikmaður númer 11 hjá Breiðabliki, stjakaði við Atla Hrafni Hjartarsyni, leikmanni númer 22 hjá KFG, án þess að dæmt væri á það.

Í kjölfarið má heyra köll úr stúkunni, meðal annars: „Ertu of skáeygður til að sjá þetta.“

Dómarar leiksins voru Einar Valur Gunnarsson og Federick Alfred U Capellan og samkvæmt heimildum mbl.is hafa þeir lagt inn kæru á hendur KFG sem heimaliði og umsjónaraðila leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert