Liðsstyrkur til Akureyrarliðsins

Adda Sigríður Ásmundsdóttir í leik með Snæfelli í úrvalsdeildinni í …
Adda Sigríður Ásmundsdóttir í leik með Snæfelli í úrvalsdeildinni í fyrra. mbl.is/Óttar Geirsson

Adda Sigríður Hjálmarsdóttir, unglingalandsliðskona í körfuknattleik frá Stykkishólmi, er gengin til liðs við Þór á Akureyri.

Adda er 16 ára bakvörður en hefur þegar nokkra reynslu af því að spila með Snæfelli, bæði í úrvalsdeild og 1. deild. Snæfell hætti keppni í 1. deildinni fyrir jól.

Adda var í U16 ára landsliðinu síðasta sumar og er í æfingahópi U18 ára landsliðsins fyrir næsta sumar.

Lið Þórs hefur átt góðu gengi að fagna í úrvalsdeildinni í vetur og er nokkuð óvænt í öðru sæti deildarinnar eftir þrettán umferðir, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert