Naumur sigur Njarðvíkinga

Brittany Dinkins var afar drjúg fyrir Njarðvíkinga í kvöld.
Brittany Dinkins var afar drjúg fyrir Njarðvíkinga í kvöld. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Njarðvík vann nauman sigur á Aþenu þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í Austurbergi í Reykjavík í kvöld, 70:66.

Njarðvík er þá með 18 stig og náði Þór á Akureyri að stigum í öðru til þriðja fjórða en Aþena situr áfram á botni deildarinnar með 6 stig.

Aþena byrjaði betur og var yfir eftir fyrsta leikhluta, 28:19. Njarðvík saxaði smám saman á forskotið, Aþena var yfir í hálfleik, 39:33, en síðari hálfleikurinn var hnífjafn. 

Liðin voru yfir til skiptis en fimm stig Njarðvíkur í röð sem komu liðinu í 70:66 einni mínútu fyrir leikslok vógu þungt. Þar við sat og ekkert var skorað eftir það.

Brittany Dinkins skoraði 25 stig fyrir Njarðvík, Emilie Sofie Hesseldal var með 16 stig og 10 fráköst og Ena Viso skoraði 13 stig.

Ajulu Obur Thatha skoraði 16 stig fyrir Aþenu og tók 12 fráköst og Violet Morrow skoraði 14.

Gangur leiksins:: 6:4, 13:8, 22:17, 25:19, 31:22, 33:26, 37:28, 39:33, 43:34, 46:40, 48:45, 52:48, 55:58, 59:60, 64:65, 66:70.

Aþena: Ajulu Obur Thatha 16/12 fráköst, Violet Morrow 14/4 fráköst, Elektra Mjöll Kubrzeniecka 11, Lynn Aniquel Peters 6/4 fráköst, Teresa Sonia Da Silva 5/5 fráköst, Tanja Ósk Brynjarsdóttir 5, Ása Lind Wolfram 4/8 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 3, Barbara Ola Zienieweska 2/6 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 14 í sókn.

Njarðvík: Brittany Dinkins 25/8 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Emilie Sofie Hesseldal 16/10 fráköst, Ena Viso 13/5 fráköst, Hulda María Agnarsdóttir 6, Sara Björk Logadóttir 3, Kristín Björk Guðjónsdóttir 3, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2, Krista Gló Magnúsdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Arnar Þór Þrastarson.

Áhorfendur: 60

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert