Hefndu fyrir ófarirnar

Donovan Mitchell fór mikinn í nótt.
Donovan Mitchell fór mikinn í nótt. AFP/Justin Casterline

Cleveland Cavaliers, topplið Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik, er komið aftur á sigurbraut eftir þægilegan sigur gegn Indiana Pacers, 127:117, í Indiana í nótt.

Donovan Mitchell var stigahæstur hjá Cleveland með 35 stig, níu fráköst og þrjár stoðsendingar en Pascal Siakam var atkvæðamestur hjá Indiana með 23 stig.

Liðin mættust einnig aðfaranótt mánudags þar sem Indiana fagnaði sigri í Cleveland, 108:93, en fyrir þann leik hafði Cleveland unnið tólf leiki í röð í deildinni.

Cleveland er í efsta sæti Austurdeildarinnar með 34 sigra og fimm töp en Oklahoma City er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og sex töp

Úrslit næturinnar í NBA-deildinni:

Indiana – Cleveland 117:127
Philadelphia – Oklahoma City 102:118
Atlanta – Phoenix 122:117
Chicago – New Orleans 113:119
Milwaukee – Sacramento 130:115
Dallas – Denver 99:118
Portland – Brooklyn 114:132

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert