Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti mjög góðan leik fyrir Alba Berlín þegar liðið mátti sætta sig við tap fyrir Lyon-Villeurbanne, 96:89, eftir framlengingu í Euroleague í kvöld.
Alba hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Euroleague og situr á botni keppninnar með aðeins þrjá sigra í 22 leikjum.
Martin var næststigahæstur hjá Alba með 13 stig í kvöld en hann tók auk þess eitt frákast og gaf níu stoðsendingar á þeim 26 mínútum sem hann lék.