Grindavík vann Hött í miklum spennuleik á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, 64:63.
Grindvíkingar náðu þar með Njarðvíkingum í þriðja til fjórða sæti með 16 stig, alla vega í bili, en Höttur situr áfram í næstneðsta sætinu með átta stig.
Leikurinn var jafn frá byrjun en Höttur var yfir í hálfleik, 40:36. Spennan var gríðarleg undir lokin. DeAndre Kane kom Grindavík í 64:63 þegar enn voru tæplega þrjár mínútur voru eftir af leiknum og þó ótrúlegt megi virðast urðu það lokatölurnar.
Ólafur Ólafsson skoraði 14 stig fyrir Grindavík, Daniel Mortensen 11 og Deandre Kane 10 ásamt 12 fráköstum.
Justin Roberts skoraði 20 stig fyrir Hött og Obadiah Trotter 14.