Stephen Curry reyndist hetja Golden State Warriors þegar liðið vann nauman sigur gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfuknattleik í Minnesota í nótt.
Leiknum lauk með eins stigs sigri Golden State, 116:115, en Stepen Curry tryggði Golden State sigurinn þegar hann skoraði úr tveimur vítaskotum á lokasekúndum leiksins.
Alls skoraði hann 31 stig, tók eitt frákast og gaf átta stoðsendingar í leiknum en Golden State er í 10. sæti vesturdeildarinnar með 20 sigra og 20 töp. Minnesota er í 8. sætinu með 21 sigur og 19 töp.
Úrslit næturinnar í NBA-deildinni:
Philadelphia – New York 119:125
Toronto – Boston 110:97
Chicago – Atlanta 94:110
Milwaukee – Orlando 122:93
New Orleans – Dallas 119:116
San Antonio – Memphis 115:129
Denver – Houston 108:128
Utah – Charlotte 112:117
Minnesota – Golden State 115:116
LA Lakers – Miami 117:108
LA Clippers – Brooklyn 126:67