Shai Gilgeous-Alexander átti stórleik fyrir Oklahoma City Thunder þegar liðið hafði betur gegn Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfuknattleik í Cleveland í nótt.
Leiknum lauk með öruggum sigri Oklahoma, 134:114, en Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig, tók þrjú fráköst og gaf átta stoðsendingar í leiknum.
Oklahoma er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 34 sigra og sex töp en Cleveland er í efsta sæti Austurdeildarinnar með 34 sigra og sex töp.
Úrslit næturinnar í NBA-deildinni:
Detroit – Indiana 100:111
Washington – Phoenix 123:130
Oklahoma City – Cleveland 134:114
Portland – LA Clippers 89:118
Sacramento – Houston 132:127