Íslenska landsliðskonan í körfubolta Danielle Rodriguez fór á kostum í 112:44-stórsigri Fribourg gegn Pully í efstu deild í Sviss.
Danielle skoraði 17 stig, tók tvö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á 21:50 mínútu í sigrinum.
Fribourg er á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 13 leiki og á tvo leiki til góða á Nyon sem er með 26 stig í öðru sæti.