Ríkjandi meistarar í NBA deildinni í körfubolta, Boston Celtics, töpuðu á heimavelli fyrir Atlanta Hawks í framlengdum leik, 119:115, í nótt.
Trae Young var atkvæðamestur hjá Atlanta Hawks en hann gerði 28 stig, tók 4 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Jalen Brown var stigahæstur í liði Boston en hann gerði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.
Eftir leikinn er Boston í 2. sæti Austurdeildar NBA en liðið hefur unnið 29 leiki og tapað 13. Atlanta er hinsvegar í 6. sæti Austurdeildarinnar en liðið hefur unnið 22 leiki og tapað 19.
Leikstjórnandinn knái, Donovan Mitchell, setti upp sýningu í nótt þegar Cleveland Cavaliers vann sjö stiga sigur á Minnesota Timberwolves, 124:117.
Mitchell gerði 36 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í nótt. Anthony Edwards var eftir sem áður atkvæðamestur hjá Timberwolves en hann gerði 28 stig, tók 3 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
Eftir leikinn er Cleveland Cavaliers á toppi Austurdeildarinnar en liðið hefur unnið 35 leiki og tapað aðeins 6 leikjum. Minnesota Timberwolves eru hinsvegar í 8. sæti Vesturdeildarinnar en liðið hefur unnið 22 leiki og tapað 20.
Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 115:102
Detroit Pistons - Pheonix Suns 121:125
Boston Celtics - Atlanta Hawks 115:119
Golden State Warriors - Washington Wizards 122:114
Minnesota Timberwolves - Cleveland Cavaliers 117:124
Portland Trail Blazers - Houston Rockets 103:125