Lék með Valsmönnum á ný

Joshua Jefferson, fyrir miðju, lét meiðslin ekki koma í veg …
Joshua Jefferson, fyrir miðju, lét meiðslin ekki koma í veg fyrir að fagna Íslandsmeistaratitlinum með Val síðastliðið vor. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Joshua Jefferson lék á ný með Valsmönnum í gærkvöld þegar þeir sigruðu Sindra, 99:77, á Hornafirði í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Jefferson, sem kom til Vals frá Bandaríkjunum fyrir síðasta tímabil, sleit krossband í hné í leik með Val í febrúar 2024 og hefur verið frá keppni síðan. Hann missti því af síðustu mánuðum tímabilsins en tók eftir sem áður þátt í fögnuði Valsmanna síðastliðið vor þegar þeir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum og kvaðst þá vonast eftir því að geta leikið með þeim á ný. 

Það gekk eftir, leikheimild Jeffersons var endurnýjuð á ný fyrir leikinn gegn Sindra en hann lék í 14 mínútur á Hornafirði og skoraði fimm stig. Hann er 26 ára gamall bakvörður.

Joshua Jefferson í leik með Val í febrúar 2024, rétt …
Joshua Jefferson í leik með Val í febrúar 2024, rétt áður en hann meiddist. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert