Valskonur fjarlægðust botnsvæðið

Alyssa Cerino var stigahæst hjá Valskonum í kvöld.
Alyssa Cerino var stigahæst hjá Valskonum í kvöld. mbl.is/Karítas

Valur styrkti stöðu sína í sjöunda sæti deildarinnar með naumum sigri gegn nýliðum Aþenu í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik á Hlíðarenda í kvöld.

Leiknum lauk með tveggja stiga sigri Vals, 63:61, en Alyssa Cerino var stigahæst hjá Valskonum með 16 stig, fjögur fráköst og eina stoðsendingu.

Valsonur eru með 12 stig í sjöunda sætinu, líkt og Stjarnan og hafa unnið sex leiki í deildinni á tímabilinu en Aþena, sem er í 9. sætinu með 6 stig, hefur tapað sjö deildarleikjum í röð.

Valur byrjaði leikinn betur og leiddi með ellefu stigum að fyrsta leikhluta loknum, 26:15. Aþenu tókst að minnka forskot Valskvenna í átta stig í öðrum leikhluta og var staðan 43:35, Val í vil, í hálfleik.

Mikið jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en Valskonum létu forystuna þó aldrei af hendi og fögnuðu naumum sigri í leikslok.

Jiselle Thomas skoraði 11 stig fyrir Val, tók eitt frákast og gaf tvær stoðsendingar en Ajulu Thatha var stigahæst hjá Aþenu með 11 stig og fimm fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert