Njarðvík fagnaði sigri eftir framlengingu

Brittany Dinkins fór á kostum í kvöld.
Brittany Dinkins fór á kostum í kvöld. mbl.is/Karítas

Britt­any Dink­ins átti stór­kost­leg­an leik fyr­ir Njarðvík þegar liðið tók á móti Stjörn­unni í 15. um­ferð úr­vals­deild­ar kvenna í körfuknatt­leik í Njarðvík í kvöld.

Leikn­um lauk með átta stiga sigri Njarðvík­ur, 101:93, eft­ir fram­lengd­an leik en Dink­ins var með tvö­falda þrennu, skoraði 48 stig, tók ell­efu frá­köst og gaf ell­efu stoðsend­ing­ar.

Þetta var ann­ar sig­ur Njarðvík­inga í röð en liðið er í fjórða sæt­inu með 20 stig, fjór­um stig­um minna en topplið Þórs. Stjarn­an, sem hafði unnið tvo leiki í röð fyr­ir leik kvölds­ins, er með 12 stig í sjötta sæt­inu.

Leik­ur­inn var jafn og spenn­andi all­an tím­ann en Njarðvík leiddi með átta stig­um í hálfleik, 47:39. Njarðvík leiddi með fjór­um stig­um, 69:65, að þriðja leik­hluta lokn­um og fjórði leik­hluti var æsispenn­andi.

Ena Viso kom Njarðvík tveim­ur stig­um yfir, 84:82, en Denia Dav­is-Stew­art jafnaði met­in fyr­ir Stjörn­una af vítalín­unni þegar sjö sek­únd­ur voru til leiks­loka. Bæði lið fengu tæki­færi til þess að vinna leik­inn en tókst ekki að koma bolt­an­um í körf­una og því var gripið til fram­leng­ing­ar þar sem Njarðvík­ing­ar voru mun sterk­ari.

Viso skoraði 14 stig fyr­ir Njarðvík, tók sex frá­köst og gaf þrjár stoðsend­ing­ar en Ana Cl­ara Paz og Kat­arzyna Trzeciak skoruðu 23 stig hvor fyr­ir Stjörn­una.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert