Hilmar Smári Henningsson var atkvæðamestur hjá toppliði Stjörnunnar þegar liðið tók á móti botnliði Hauka í 15. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í Garðabænum í kvöld.
Leiknum lauk með öruggum sigri Stjörnunnar, 99:75, en Hilmar Smári skoraði 21 stig, tók fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar í leiknum.
Stjarnan er með 24 stig í efsta sæti deildarinnar og komið aftur á beinu brautina eftir tap gegn ÍR í framlengdum leik í síðustu umferð. Haukar eru áfram í neðsta sætinu með 8 stig, tveimur stigum frá fallsæti, en liðið hafði unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn í kvöld.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan jöfn í hálfleik, 48:48. Stjarnan skoraði 26 stig gegn 13 stigum Hauka í þriðja leikhluta og Stjarnan gaf í, í fjórða leikhluta, og fagnaði öruggum sigri.
Ægir Þór Steinarsson skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar en Everage Richardson og Steven Verplancken voru stigahæstir hjá Haukum með 19 stig hvor.