Shai Gilgeous-Alexander átti stórbrotinn leik fyrir Oklahoma City Thunder, topplið Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik, þegar það vann Utah Jazz 123:114 í nótt.
Kanadamaðurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði 54 stig ásamt því að taka átta fráköst og stela boltanum þrisvar sinnum.
Oklahoma City hefur unnið 36 af fyrstu 43 leikjum sínum á tímabilinu.
Litháinn Domantas Sabonis var nálægt tröllatvennu þegar hann skoraði 26 stig og tók 16 fráköst í sterkum sigri Sacramento Kings á Golden State Warriors, 123:117.
Stigahæstur í leiknum var liðsfélagi hans DeMar DeRozan með 32 stig. Andrew Wiggins fór fyrir Golden State með því að skora 25 stig og taka sex fráköst.
Önnur úrslit:
Atlanta – Detroit 104:114
Brooklyn – Phoenix 84:108
Dallas – Minnesota 114:115
Houston – Cleveland 109:108
Memphis – Charlotte 132:120
LA Clippers – Boston 113:117 (frl.)