Tindastóll stöðvaði sigurgöngu Grindavíkur

Adomas Drungilas var stigahæstur í kvöld.
Adomas Drungilas var stigahæstur í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Adomas Drungilas var stigahæstur hjá Tindastóli þegar liðið lagði Grindavík að velli í 15. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta á Sauðárkróki í kvöld.

Leiknum lauk með öruggum 18 stiga sigri Tindastóls, 97:79, en Drungilas skoraði 19 stig, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu í leiknum.

Tindastóll, sem tapaði fyrir botnliði Hauka í síðustu umferð, er með 22 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum minna en topplið Stjörnunnar. Grindavík, sem hafði unnið tvo leiki í röð fyrir leik kvöldsins, er með 16 stig í fjórða sætinu.

Tindastóll var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með sex stigum í hálfleik, 46:40. Sauðkrækingar skoruðu 23 stig gegn 14 stigum Grindavíkur í þriðja leikhluta og var staðan 69:54, Tindastól í vil, að honum loknum. Grindavík tókst ekki að snúa leiknum sér í vil í fjórða leikhluta.

Dedrick Basile skoraði 17 stig fyrir Tindastól gegn sínum gömlu liðsfélögum í Grindavík, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar en Deandre Kane var atkvæðamestur hjá Grindavík með 23 stig, ellefu fráköst og tvær stoðsendingar.

Gangur leiksins:: 10:3, 16:8, 24:15, 29:21, 31:24, 38:32, 42:32, 46:40, 52:40, 57:42, 60:49, 69:54, 75:60, 80:68, 88:75, 97:79.

Tindastóll: Adomas Drungilas 19/6 fráköst, Dedrick Deon Basile 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sadio Doucoure 17/6 fráköstst, Giannis Agravanis 16, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/4 fráköst, Davis Geks 8/5 fráköst, Ragnar Ágústsson 4, Pétur Rúnar Birgisson 2/5 fráköst/6 stoðsendingar.

Grindavík: Deandre Donte Kane 23/11 frákösst, Kristófer Breki Gylfason 14/4 fráköst, Daniel Mortensen 12, Devon Tomas 9/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 8/6 fráköst, Lagio Grantsaan 6/7 fráköst, Valur Orri Valsson 5/7 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 2.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Eggert Aðalsteinsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 400

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert