Jón Axel Guðmundsson átti fínan leik fyrir San Pablo Burgos þegar liðið hafði betur gegn Cartagena á útivelli í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar í körfubolta í kvöld.
Leiknum lauk með stórsigri San Pablo Burgos, 101:79, en Jón Axel skoraði 5 stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu á 16 mínútum.
San Pablo Burgos mætir Obradoiro, sem hafði betur gegn Real Betis í hinu undanúrslitaeinvíginu, í úrslitaleik á morgun.