Jókerinn skoraði úr eigin vítateig

Nikola Jokic er engum líkur.
Nikola Jokic er engum líkur. AFP/Alex Goodlett

Serbinn Nikola Jokic, Jókerinn, átti stórbrotinn leik og fullkomnaði hann með því að skora flautukörfu úr eigin vítateig þegar Denver Nuggets lagði Sacramento Kings 132:123 í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Jókerinn var með þrefalda tvennu í fimmta leiknum í röð og var nálægt tröllaþrennu þar sem hann skoraði 35 stig, tók 22 fráköst og gaf 17 stoðsendingar.

Flautukörfuna úr eigin vítateig skoraði Jokic undir lok þriðja leikhluta þegar hann kom Denver í 110:85.

Jókerinn er aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar á eftir Wilt Chamberlain sem nær að skora 35 stig, taka 20 fráköst og gefa 15 stoðsendingar í einum leik.

Litháinn Domantas Sabonis var atkvæðamestur sem fyrr hjá Sacramento með 23 stig, 19 fráköst og átta stoðsendingar.

Önnur úrslit:

Orlando – Portland 79:101
LA Lakers – Boston 117:96
Oklahoma City – Dallas 115:121
Atlanta – Toronto 119:122
Golden State – Chicago 131:106
Milwaukee – Miami 125:96
LA Clippers – Washington 110:93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert