Meistararnir svöruðu fyrir sig í Keflavík

Kristinn Pálsson var stigahæstur hjá Valsmönnum í kvöld.
Kristinn Pálsson var stigahæstur hjá Valsmönnum í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Kristinn Pálsson átti frábæran leik fyrir Íslandsmeistara Vals þegar liðið heimsótti Keflavík í 15. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í Keflavík í kvöld.

Leiknum lauk með ellefu stiga sigri Vals, 81:70, en Kristinn skoraði 20 stig, tók tíu fráköst og gaf eina stoðsendingu í leiknum.

Þetta var annar sigur Vals í röð í deildinni en liðið er með 14 stig og er komið í sjötta sæti deildarinnar. Á sama tíma er Keflavík í sjöunda sætinu, einnig með 14 stig, en liðið hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.

Keflavíkingar byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 44:37, Keflavík í vil.

Valsmenn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og leiddi með þremur stigum að þriðja leikhluta loknum, 56:53. Valsmenn voru svo mun sterkari í fjórða leikhluta og fögnuðu öruggum sigri í leikslok.

Kári Jónsson skoraði 17 stig fyrir Val, tók þrjú fráköst og gaf sex stoðsendingar. Ty-Shon Alexander og Hilmar Pétursson voru stigahæstir hjá Keflavík með 16 stig.

Gangur leiksins:: 2:6, 9:9, 13:11, 22:16, 28:23, 36:25, 41:31, 44:37, 46:41, 48:44, 51:52, 53:56, 57:62, 59:70, 70:73, 70:81.

Keflavík: Ty-Shon Alexander 16/4 fráköst/5 stolnir, Hilmar Pétursson 16, Igor Maric 14/5 fráköst, Sigurður Pétursson 9/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 7, Jaka Brodnik 6/9 fráköst, Jarell Reischel 2/10 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 4 í sókn.

Valur: Kristinn Pálsson 20/10 fráköst, Kári Jónsson 17/6 stoðsendingar, Adam Ramstedt 14/9 fráköst, Kristófer Acox 10/12 fráköst/5 stoðsendingar, Taiwo Hassan Badmus 6/4 fráköst, Joshua Jefferson 6, Ástþór Atli Svalason 5, Hjálmar Stefánsson 3/5 fráköst.

Fráköst: 38 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jakob Árni Ísleifsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

Áhorfendur: 198

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert