Fór á kostum gegn gömlu félögunum

Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig í dag.
Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig í dag. Ljósmynd/FIBA

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson fór á kostum með Maroussi gegn sínum gömlu félögum í PAOK í efstu deild gríska körfuboltans í dag. Leikar enduðu með 93:84-sigri PAOK.

Elvar Már, sem spilaði með á síðustu leiktíð, var næststigahæstur fyrir Maroussi en hann skoraði 19 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Maroussi situr í níunda sæti deildarinnar með 21 stig eftir 16 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert