Nýr formaður hjá KKÍ í mars

Guðbjörg Norðfjörð afhendir verðlaun fyrir hönd KKÍ. Hún gefur ekki …
Guðbjörg Norðfjörð afhendir verðlaun fyrir hönd KKÍ. Hún gefur ekki kost á sér áfram sem formaður. mbl.is/Óttar Geirsson

Guðbjörg Norðfjörð, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, sækist ekki eftir endurkjöri á ársþingi sambandsins sem haldið verður í mars.

Hún tilkynnti þetta á formannafundi sambandsins sem hófst núna fyrir hádegið. 

Guðbjörg tók við sem formaður KKÍ af Hannesi S. Jónssyni á miðju kjörtímabili hans. Hannes var kjörinn til fjögurra ára fyrir fjórum árum en sagði af sér fyrir tveimur árum og Guðbjörg, sem hafði verið varaformaður sambandsins, tók þá við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert