Philadelphia 76ers gerði sér lítið fyrir og vann Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í körfubolta í nótt með þremur stigum, 132:129.
Paul George var atkvæðamestur í liði 76ers og gerði 30 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þá var Tyrese Maxey líka flottur í liði heimamanna en hann gerði 29 stig, tók 3 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
Hjá Cleveland Cavaliers var Dereck Mitchell atkvæðamestur líkt og svo oft áður en hann skoraði 37 stig, tók 3 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
Eftir leikinn er Philadelphia í 11. sæti Austurdeildar NBA en liðið hefur unnið 16 leiki og tapað 27. Cleveland er hinsvegar á toppi Austurdeildarinnar en liðið hefur unnið 36 leiki og tapað aðeins 8.
Memphis Grizzlies vann góðan sigur á New Orelans Pelicans á heimavelli þar sem sóknarleikurinn var í hávegum hafður en leikurinn endaði með þrettán stiga sigri Memphis, 139:126.
Jaren Jackson Jr. var atkvæðamestur í liði Memphis en hann gerði 29 stig, tók 5 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá New Orleans var Dejounte Murray stigahæstur en hann skoraði 26 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
Eftir leikinn er Memphis í 3. sæti Vesturdeildar NBA en liðið hefur unnið 30 leiki og tapað 15. New Orleans Pelicans er í 14. sæti en liðið hefur unnið 12 leiki og tapað 33 leikjum.
Þá vann Portland Trail Blazers fimm stiga sigur á Charlotte Hornets, 102:97.
Anfernee Simons var stigahæstur hjá Portland en hann skoraði 27 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Charlotte var Nick Smith Jr. stigahæstur en hann gerði 17 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
Eftir leikinn er Portland í 13. sæti Vesturdeildarinnar en liðið hefur unnið 17 leiki en tapað 28. Charlotte er í 14. sæti Austurdeildarinnar en liðið hefur unnið 11 leiki og tapað 30.