Körfuknattleiksmaðurinn Jeremy Pargo er genginn til liðs við Grindavík og mun leika með liðinu út tímabilið.
Að sama skapi segir Grindavík skilið við Devon Thomas.
Pargo, sem er 38 ára gamall, er reynslumikill leikmaður sem lék tvö tímabil í NBA-deildinni. Ásamt því vann hann fjóra meistaratitla í Ísrael og þrjá bikarmeistaratitla með Maccabi Tel Aviv. Þá lék hann einnig til úrslita í EuroLeague.
Hann hefur þá einnig leikið með stórliðum í Rússlandi og Kína.
Þar var hann liðsfélagi DeAndre Kane í Tel Aviv og munu þeir aftur verða liðsfélagar hjá Grindavíkurliðinu.